Það hlýtur að vera í anda stefnu kommnúnistanna í VG ef einkaflugið legst af, þá geta þeir einir notið kyrrðarinnar á fjöllum, nóg hafa sumir þeirra verið að gráta og tuða í greinum hér í Mogganum um hávaðann frá loftförum, það hlýtur að hlakka í þeim.
Í dag kostar það um 10-12 miljónir að læra til atvinnuflugmanns, fyrir 10 árum kostaði þar um 2,5-3 milljónir. Á þessum tíma hefur jú verðlag hækkað talsvert en ekki fjórfaldast.
Flugtími á litla kennsluflugvél kostar nú á bilinu 18-25 þús kr, fyrir 10 árum 4-8þús og framleiðni til eigenda þessara véla per selda klst hefur líka minnkað.
Ástæðan fyrir þessum hækkunum má að stórum hluta rekja til Brussel, auknum kröfum um námið, auknum kröfum viðhald og aðalega auknum kröfum varðandi eftirlit og pappírsvinnu, skýrslur,úttektir og kröfum um stjórnendur og ábyrgðarmenn (postholders) og sí hækkandi gjaldskrár eftirlitsaðila og flugrekendur þurfa að standa straum af þessum aukna kostnaði og er engin greinamunur gerður á ef um lítið fyrirtæki með eina flugvél eða stór flugfélög með margar þotur er um að ræða.
Þetta enduspeglast svo auðvitað í hækkandi verði til viðskiptavina. Allar þessar aðgerðir eru svo hvítþvegnar og hafðar yfir gagnrýni yfirvalda hér í nafni flugöryggis, þó svo að sé ekki hægt að sýna fram á neinar tölulegar staðreyndir í því sambandi heldur þvert á móti getur svona auknir kostnaðarliðir í pappír og sýndarmennsku leitt til þess að menn freistast til að spara þar sem síst ætti að spara.
Svo trúa þessir bjúrókratar í Brussel og hér heima því í blindi að þetta sé nauðsynlegt og að þetta hafi gert kraftaverk í fækkun flugslysa, en þeir skildi fækkunin vera tilkominn vegna minkandi tíðni fluga. Og afþví þetta vikra svo vel í atvinnufluginu þá skal um að gera að færa þetta yfir á einkaflugið.
En í einkafluginu er að sjálfsögðu engin innkoma á móti kostnaði og það er takmarkað hvað menn tíma og leyfa sér þannig að það er auðséð að einkaflug mun leggjast af í þeim mæli sem það hefur verið og hefur það þó stórminnkað undanfarin ár.
Og bara sem dæmi þá hækkaði flugvéla bensín í vor úr 140kr per líter í 280kr per líter og samt er ekkert veggjald á flugvéla bensíni.
Mikið var nú betra að búa á Íslandi og lífið einfaldara áður en við fórum að taka upp þessar tilskipanir ESB.
Óttast að einkaflug leggist af á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð greining Reynir.
Þessi þróun hefur samt ekki tekið neinni stökkbreytingu undanfarin ár, verið jafnt og þétt. Ég gafst upp á að viðhalda flugréttindunum fyrir um 6-7 árum síðan vegna kostnaðar. Einkaflug í dag er eingöngu á færi sterkefnaðra einstaklinga.
Stefán Már Ágústsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.